Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki stækkar grænan og bláan skuldabréfaflokk Brims

Áður höfðu verið seld skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna


Íslandsbanki hefur lokið við stækkun á grænum og bláum skuldabréfaflokki Brims, BRIM 221026 GB. Skuldabréfin eru óveðtryggð, óverðtryggð og með lokagjalddaga þann 22. október 2026. Þau bera 4,67% vexti sem greiddir eru ársfjórðungslega en höfuðstóll skuldabréfanna er greiddur í einni greiðslu á lokagjalddaga.  

Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 5,10%. Áður höfðu verið seld skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna og hafa því samtals verið seld skuldabréf í flokknum að fjárhæð 5.000 milljónir króna sem er hármarksstærð flokksins. 

Samhliða hefur félagið gert gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamning til að mæta greiðsluflæði skuldabréfanna og umbreyta því yfir í fasta 2,0% vexti í evru fram til lokagjalddaga skuldabréfanna.