Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki og Íslandssjóðir fjárfesta í sjálfbærri uppbyggingu

Íslandsbanki og Íslandssjóðir eru stoltir aðilar að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar sem ríkisstjórnin og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði hafa staðfest.


Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þann 25. september 2020. Forsætisráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og Landssamtök lífeyrissjóða (LL) unnu að mótun hennar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði.

Íslandsbanki ætlar að taka þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, styðja við aukið jafnrétti í samfélaginu og stuðla að góðum viðskiptaháttum. Þetta er ástæðan fyrir því að bankinn er að samþætta sjálfbærni við rekstur og arðsemismarkmið sín, styðja við heimsmarkmið SÞ og viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi og UN Global Compact auk þess að taka þátt í samstarfi metnaðarfullra norrænna stórfyrirtækja um sjálfbæra framtíð. Markmið bankans er að rekstur hans verði til fyrirmyndar og að hann geti verið hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu

Hér má sjá yfirlýsinguna.