Niðurstöður verða notaðar sem stuðningsefni við hönnun á þjónustu sem á að hjálpa fólki að taka betri ákvarðanir og stuðla að bættri fjármálaheilsu.
Rannsókninni stýrir Arna Olafsson, lektor í fjármálahagfræði við CBS.
Rannsóknin er fjármögnuð með rannsóknarstyrk frá Vinnova, sænsku nýsköpunarmiðstöðinni. Viðskiptavinir fá greitt fyrir að taka þátt í rannsókninni og sér Íslandsbanki um greiðslu fyrir þátttökuna. Greiðslan verður millifærð beint inn á reikning hvers og eins í bankanum.
Könnunin er send rafrænt á handahófskennt úrtak viðskiptavina. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál og Íslandsbanki tryggir að svör verði ekki rakin til einstaklinga. Engum persónuupplýsingum verður miðlað til þeirra sem að rannsókninni standa og eins mun starfsfólk Íslandsbanka ekki hafa aðgang að þeim svörum sem eru gefin. Sjá persónuverndarstefnu Íslandsbanka.
Greiðsla fyrir þátttöku í rannsókninni er 2.700 kr. ef lokið er við könnunina en jafnframt kemst fólk í pott þar sem dregið verður um ein 100.000 króna þátttökuverðlaun og tíu 10.000 króna verðlaun.
Rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um útsendingu á könnun þessari.