Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Birting á afkomu ársins 2019

Íslandsbanki birtir ársreikning fyrir árið 2019 eftir lokun markaða 12. febrúar 2020


Símafundur með markaðsaðilum vegna uppgjörs verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 9.30. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Fundurinn verður á ensku.

Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á: ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila fyrir fundinn.

Afkomufundur á íslensku kl. 10.30 fimmtudaginn 13. febrúar

Afkomufundur með markaðsaðilum verður haldinn 13. febrúar, kl. 10.30 á 9. hæð höfuðstöðva Íslandsbanka að Hagasmára 3, 201 Kópavogi. Fundurinn verður á íslensku. 

Vinsamlegast skráið ykkur á afkomufundinn með að senda póst á: ir@islandsbanki.is.

Fjárhagsdagatal

Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjörs á neðangreindum dagsetningum:

  • Ársskýrsla og ársreikningur 2019 - 12. febrúar 2020
  • Aðalfundur - 19. mars 2020
  • Árshlutauppgjör 1F20 - 6. maí 2020
  • Árshlutauppgjör 2F20 - 29. júlí 2020
  • Árshlutauppgjör 3F20 - 28. október 2020

Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Frekari upplýsingar veitir:

Fjárfestatengsl – Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, margretlhr@islandsbanki.is og í síma 440 4000

Nánari upplýsingar veita:


Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir

Fjárfestatengsl


Senda póst