Íslandsbanki er stofnaðili alþjóðlegs samstarfs banka sem sett hafa sér markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2050 (e. Net Zero Bank Alliance). Alls eru 43 bankar þátttakendur í samtökunum.
Eins og tilkynnt var í síðustu viku hefur Íslandsbanki sett sér markmið um að ná fullu kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040 í takt við metnaðarfull markmið íslenskra stjórnvalda. Þátttaka bankans í samstarfinu er þýðingamikil og gefur tækifæri til að læra af leiðandi bönkum á þessu sviði sem og að hvetja fleiri fjármálastofnanir til að slást í hópinn.