Íslandsbanki með fjórðung hlutabréfaviðskipta 2024

Samkvæmt tölum frá Kauphöllinni var Íslandsbanki með fjórðungs hlutdeild, 25,5%, allra viðskipta með hlutabréf á aðalmarkaði Nasdaq Iceland á fyrri helmingi ársins 2024.


Hlutdeild Acro verðbréfa yfir sama tímabil var 16,4% og Arion banka 15,1%.

Þetta kemur fram í nýlegu viðskiptayfirliti Nasdaq Iceland. Sé einungis horft til júní á þessu ári var hlutdeildin 32,9%. Þar á eftir var hlutdeild Kviku banka 12,8% og Fossa fjárfestingarbanka 11,8%.