Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki lýkur við sölu á Cintamani

Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. Kaupandi félagsins er Cinta 2020 ehf. og var kaupsamningur undirritaður í lok síðustu viku.


Cintamani á um 30 ára sögu í framleiðslu og sölu á útivistarfatnaði. Íslandsbanki hóf söluferli á Cintamani í lok janúar 2020 og var áhugasömum boðið að skila inn tilboðum fram í febrúar.

Verslun Cintamani í Garðabæ verður opnuð á næstu dögum auk þess sem vefverslun félagsins verður opnuð á nýjan leik. Þá hefur nýr eigandi tekið ákvörðun um að þeir viðskiptavinir sem áttu gjafabréf og innleggsnótur hjá félaginu geti nýtt þær hjá nýjum eigendum. Eru þeir aðilar hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið gjafabref@cintamani.is.