Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember næstkomandi. Vaxtatafla Ergo mun taka gildi 21. nóvember næstkomandi.


Húsnæðislán

  • Fastir vextir til 5 ára á óverðtryggðum húsnæðislánum lækka um 0,20 prósentustig 
  • Fastir vextir til 3ja ára á óverðtryggðum húsnæðislánum lækka um 0,35 prósentustig
  • Fastir vextir á verðtryggðum húsnæðislánum lækka um 0,20 prósentustig 
  • Breytilegir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum lækka um 0,25 prósentustig (ný lán ekki veitt)
  • Breytilegir vextir á verðtryggðum húsnæðislánum lækka um 0,25 prósentustig (ný lán ekki veitt)

Útlán

  • Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,25 prósentustig 
  • Verðtryggðir kjörvextir lækka um 0,25 prósentustig
  • Óverðtryggðir kjörvextir Ergo, vextir bílalána og bílasamninga lækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á greiðslukortum lækka um 0,25 prósentustig 

Innlán

  • Vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum lækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á verðtryggðum sparnaðarreikningum lækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á veltureikningum lækka um 0,25 prósentustig 

Breytingarnar sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Það sama gildir um breytingar á vöxtum innlána sem falla undir lög um greiðsluþjónustu.