Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki lækkar vexti

Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum 11.júní næstkomandi í kjölfar af stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands.


  • Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 36 og 60 mánaða verða lækkaðir um 0,50 prósentustig
  • Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig
  • Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig
  • Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig
  • Önnur breytileg óverðtryggð kjörvaxtalán lækka um 0,25 prósentustig
  • Ergo bílalán og bílasamningar lækka um 0,50 prósentustig

Breytilegir innlánsvextir bankans munu í flestum tilfellum lækka um 0,20-0,30 prósentustig.