Við söluna naut Síminn ráðgjafar Fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka auk þess sem Fyrirtækjasvið bankans leiddi fjármögnun viðskiptanna í samstarfi við Fyrirtækjalánasjóð Íslandssjóða. Verðbréfamiðlun Íslandsbanka annaðist útgáfu skuldabréfa og Gjaldeyrismiðlun bankans sá um öll gjaldeyrisviðskipti vegna sölunnar.
Íslandsbanki er leiðandi í fjárfestingarbankastarfsemi á Íslandi og salan á Mílu sýnir glöggt getu bankans til að leiða farsællega til lykta stærstu verkefnin á markaðnum.