Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki hlýtur jafnlaunavottun

Íslandsbanki hefur hlotið faggilta jafnlaunavottun, en meginmarkmið slíkrar vottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.


Íslandsbanki hefur hlotið faggilta jafnlaunavottun, en meginmarkmið slíkrar vottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunakerfi Íslandsbanka tryggir að ákvarðanir í launamálum byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka

„Jafnrétti er okkur hjartans mál en einn af styrkleikum bankans er mikil áhersla á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns þekkingu og hæfileika kvenna og karla. Þess vegna erum við stolt af því að hafa nú fengið faggilta vottun á jafnlaunastaðalinn ÍST85:2012. Vottunin staðfestir að unnið er markvisst gegn kynbundnum launamun og þannig stuðlað að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Við leggjum áherslu á að jafnlaunakerfi Íslandsbanka tryggi að ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Þessi vottun er eðlilegt framhald af þeirri vinnu sem unnin hefur verið innan bankans undanfarin ár en við fengum Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2016 og Gullmerki PwC 2015.“