Íslandsbanki hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Íslandsbanki hlaut þjár tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna sem tilkynnt voru rétt í þessu. Tilnefningarnar fékk bankinn fyrir vef bankans, hönnunarkerfi Íslandsbanka og stafrænan endurfjármögnunarferil.


Allar þessar lausnir eru hluti af stafrænni þróun bankans á undanförnum árum. Mikil eftirspurn hefur verið eftir endurfjármögnun í gegnum lausnina og á vef Íslandsbanka má nálgast allar helstu upplýsingar og þjónustu með einföldum hætti. Hönnunarkerfi Íslandsbanka inniheldur helstu upplýsingar um vörumerkið og hönnun bankans í stafrænum lausnum.