Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. : Útgáfa sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á tveimur verðtryggðum flokkum sértryggðra skuldabréfa.


Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á tveimur verðtryggðum flokkum sértryggðra skuldabréfa. Nýr flokkur, ISLA CBI 22, var boðinn út og seldust þar 1.080 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,00%. Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var stækkaður um 2.140 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,05% .

Heildareftirspurnin í útboðinu var 5,9 ma. kr., en 55% tilboða var tekið. Stefnt er á töku bréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 4. september næstkomandi. Viðskiptavakt fyrir alla flokka sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka er á vegum MP banka.

Heildarstærð ISLA CBI 26 varð við þessa útgáfu 6,38 ma. kr. Alls hefur Íslandsbanki gefið út níu flokka sértryggðra skuldabréfa samtals að upphæð 42,57 ma. kr. frá fyrstu útgáfu bankans á slíkum bréfum í desember 2011.