Boðnir verða út óverðtryggðu flokkarnir ISLA CB 21 og ISLA CB 23 ásamt verðtryggða flokknum ISLA CBI 28.
ISLA CB 21 er nýr óverðtryggður skuldabréfaflokkur með lokagjalddaga 21. september 2021. Skuldabréfið er vaxtagreiðslubréf og ber 5,75% nafnvexti.
ISLA CBI 28 er nýr verðtryggður skuldabréfaflokkur með jöfnum afborgunum og lokagjalddaga 11. ágúst 2028. Skuldabréfið ber 2,2% nafnvexti.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 11. febrúar 2019.
Gegn samþykktum tilboðum í ISLA CB 21, ISLA CB 23 og ISLA CBI 28 verður hægt að greiða með ISLA CB 19 og ISLA CBI 19.
Íslandsbanki mun þá kaupa ISLA CB 19 á fyrirframákveðnu verði, þ.e. hreina verðinu 100,45 sem jafngildir ávöxtunarkröfunni 4,40%, og ISLA CBI 19 á fyrirframákveðnu verði, þ.e. hreina verðinu 100 sem jafngildir ávöxtunarkröfunni 2,84%.
Andvirði ISLA CB 19 og ISLA CBI 19 ásamt áföllnum vöxtum kemur þá sem greiðsla upp í kaup á nýju bréfunum útgefnum 11. febrúar 2019.
Vinsamlegast takið fram í tilboði ef ætlunin er að greiða með ISLA CB 19 eða ISLA CBI 19.
Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á tölvupóstfangið vbm@isb.is fyrir kl. 16:00 þann 30. janúar 2019.
Nánari upplýsingar veitir:
Fjárfestatengsl - Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.