Íslandsbanki hf. verður með útboð á sértryggðum skuldabréfum miðvikudaginn 18. maí 2016, sem er breyting frá 19. maí skv. útgáfudagatali. Boðnir verða út óverðtryggði flokkurinn ISLA CB 19 og verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26. Stefnt verður að skráningu þeirra í Kauphöll miðvikudaginn 26. maí.
Útgáfuáætlun og útboðsdagatal má finna á vefsíðu Íslandsbanka.