Sértryggð skuldabréf skráð í Kauphöll

Íslandsbanki var fyrsti bankinn til að gefa út verðbréf í íslensku kauphöllinni, Nasdaq Iceland, eftir hrun fjármálakerfisins. Þar með var stigið mikilvægt skref í að auka breidd í fjármögnun bankans, en innlán hafa verið undirstaða fjármögnunar hans frá stofnun í október 2008.

Íslandsbanki hefur sett upp 130 ma. kr. fjármögnunarramma fyrir sértryggð skuldabréf. Áætluð heildarútgáfa sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka verður á bilinu 20-25 milljarðar króna á árinu 2018. Til greina kemur að auka við hámarksstærð útistandandi flokka sem og að bæta við nýjum flokkum á árinu. Stefnt er að því að útboð verði mánaðarleg á árinu 2018. Heildarútgáfa sértryggðra skuldabréfa við árslok 2017 var 106,4 ma. kr.

Í töflunni hér að neðan má sjá helstu upplýsingar um útistandandi flokka sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka.

FlokkurTegundMarkflokkur
ISLA CB 19ÓVTNei
ISLA CB 23ÓVT
ISLA CBI 19VTRNei
ISLA CBI 20VTRNei
ISLA CBI 22VTRNei
ISLA CBI 24VTRNei
ISLA CBI 26VTR
ISLA CBI 30VTR

Arion banki, Kvika og Landsbankinn eru viðskiptavakar sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka. Viðskiptavakar skuldbinda sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í skuldabréfin. Fyrir markflokka gildir að ef útistandandi nafnvirði er minna en 10 ma. kr. skal fjárhæð tilboða vera 60 m.kr. en 80 m.kr. þegar stærð flokks hefur náð 10 ma. kr. að nafnvirði. Fyrir aðra flokka skal lágmarksfjárhæð tilboða vera 20 m.kr.

Bréfin eru gefin út samkvæmt lögum nr. 11 frá 2008 um sértryggð skuldabréf þar sem strangar kröfur eru gerðar til útgefenda. Fjármálaeftirlitið hefur sérstakt eftirlit með útgáfunni, auk þess sem sjálfstæður skoðunarmaður sinnir eftirliti.

Síðast uppfært 11. janúar 2018
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall