Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. : Stækkun á EUR 225m skuldabréfaútgáfu að upphæð 75 milljón evra

Íslandsbanki hefur stækkað EUR 225 skuldabréfaflokk sinn um 75 milljón evrur (10,5 ma. kr.) á gjalddaga 2018 og ber 2,875% fasta vexti.


Íslandsbanki hefur stækkað EUR 225 skuldabréfaflokk sinn um 75 milljón evrur (10,5 ma. kr.) á gjalddaga 2018 og ber 2,875% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld til fjárfesta á meginlandi Evrópu, en Deutsche Bank og JP Morgan sáu um sölu bréfanna. Heildarstærð útgáfunnar er nú 300 milljón evrur.

Verð bréfanna jafngildir 247 punkta álagi yfir fljótandi vexti í evrum. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi.

Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans að upphæð 750 milljón dollara. Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/