Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf.: Skilyrt endurkaupatilboð

Íslandsbanki tilkynnti í dag um skilyrt endurkaupatilboð á EUR 300.000.000 2,875% skuldabréfaútgáfu á gjalddaga 27. júlí 2018 (ISIN XS1266140984).


Íslandsbanki tilkynnti í dag um skilyrt endurkaupatilboð á EUR 300.000.000 2,875% skuldabréfaútgáfu á gjalddaga 27. júlí 2018 (ISIN XS1266140984).

Tilboðið er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst er í endurkaupatilboði (e. Tender Offer Memorandum) dagsett 5. desember 2017.

Endurkaupatilboðið er liður í lausafjárstýringu Íslandsbanka og miðar meðal annars að því að minnka endurfjármögnunaráhættu og kostnað við lausafjárstýringu.

Nánari upplýsingar um endurkaupin er að finna í tilkynningu sem birt er opinberlega í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfið er skráð.

Að uppfylltum tilteknum skilyrðum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, Citi Agency & Trust (netfang: citiexchanges@citi.com, sími: +44 20 7508 3867).