Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki hf. lýkur útboði sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á tveimur flokkum sértryggðra skuldabréfa.


Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á tveimur flokkum sértryggðra skuldabréfa. Nýr óverðtryggður flokkur, ISLA CB 23, var boðinn út og seldust þar 2,08 ma. kr. á ávöxtunarkröfunni 6,50% . Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 22 var einnig boðinn út og seldust þar 1,84 ma. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,05%. Að auki voru gefin út bréf í báðum fyrrgreindum flokkum vegna mögulegra verðbréfalána til viðskiptavaka að fjárhæð 960 m.kr. í ISLA CB 23 og 860m í ISLA CBI 22. Eftir útboðið nemur heildarstærð ISLA CB 23 3,04 ma. kr. og heildarstærð ISLA CBI 22 nemur 3,78 ma. kr.

Íslandsbanki er að ganga frá nýjum samningum um viðskiptavakt við Arion banka hf., Kviku banka hf. og Landsbankann hf. sem fela í sér rétt viðskiptavaka á verðbréfalánum í öllum þeim flokkum sem samningarnir ná til. Voru því einnig gefin út bréf í öðrum flokkum sértryggðra skuldabréfa sem ekki voru boðnir fjárfestum í dag en það voru samtals 860 m.kr. í ISLA CB 19 og ISLA CBI 26. Í þeim flokkum sem ekki var hægt að gefa út frekari bréf vegna laga um verðtryggingu eða þar sem hámarksstærð hefur verið náð bauðst Íslandsbanki hf. til að kaupa til baka bréf. Samhliða útboðinu voru því keyptar 140 m.kr. að nafnverði í flokkunum ISLA CBI 19, ISLA CBI 20 og ISLA CBI 24.

Stefnt er að töku bréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 26. október næstkomandi en þann dag er gjalddagi á óverðtryggða flokknum ISLA CB 15.