Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. : Kröfuhafar Glitnis leggja til breytt eignarhald á Íslandsbanka

Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt um breytingar á tillögu hóps kröfuhafa Glitnis vegna stöðugleikaframlags Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun ríkisins um losun fjármagnshafta.


Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt um breytingar á tillögu hóps kröfuhafa Glitnis vegna stöðugleikaframlags Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun ríkisins um losun fjármagnshafta.

Helstu breytingar frá áður tilkynntum tillögum kröfuhafa Glitnis til ríkisins eru að Glitnir mun afsala öllu hlutafé ISB holding ehf., sem er eigandi 95% hlutafjár Íslandsbanka hf., til stjórnvalda. Eigið fé Íslandsbanka nam um 185 ma. kr. í lok júní 2015.

Þann 16. júlí var tilkynnt um rammasamkomulag Glitnis og Íslandsbanka. Helsta breytingin frá því samkomulagi er að eiginfjárhlutfall Íslandsbanka mun ekki lækka eins og áður var gert ráð fyrir þar sem ekki er gert ráð fyrir sérstökum arðgreiðslum frá bankanum. Aðrir þættir í tillögum kröfuhafa er að Glitnir kaupi af íslenska ríkinu víkjandi (T2) skuldabréf útgefið af Íslandsbanka og langtímafjármögnun mun koma í stað innlána Glitnis í erlendri mynt en endurgreiðsla innlána Glitnis í íslenskum krónum er háð samkomulagi við Seðlabanka Íslands.

Ofangreindar breytingarnar eru háðar því að nauðasamningar náist og byggja á sömu forsendum og komu fram í tillögum aðila 8. júní 2015. Gert er ráð fyrir að samningurinn taki ekki ekki gildi fyrr en um áramót.

Breyting á tillögum kröfuhafa Glitnis mun ekki hafa áhrif á daglega starfsemi Íslandsbanka og munu viðskiptavinir og starfsmenn bankans ekki finna fyrir breytingum vegna þessa.

Tilkynningu Fjármálaráðuneytisins má finna hér: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/20163