Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf.: Íslandsbanki lýkur útboði á sértryggðum skuldabréfum og víxlum

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum og víxlum.​


Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum og víxlum.

Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var stækkaður um 1.940 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,42%. Heildareftirspurn í útboðinu var 1.940 m.kr.

Heildarstærð ISLA CBI 26 að afloknu útboði verður 14.820 m.kr. Heildarfjárhæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka verður að nafnverði 62.480 m.kr.

Seldir voru víxlar til 3 mánaða að nafnverði 400 milljónir á 6,35% flötum vöxtum.

Seldir voru víxlar til 6 mánaða að nafnverði 600 milljónir á 6,40% flötum vöxtum.

Stefnt er að töku til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 15. ágúst næstkomandi.