Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljón sænskar krónur (4,7 milljarðar króna). Skuldabréfið sem er til fjögurra ára ber fljótandi vexti, 310 punkta ofan á þriggja mánaða Stibor. Umframeftirspurn var eftir bréfunum, en kaupendur voru fjárfestar frá Svíþjóð, Noregi og meginlandi Evrópu. Stefnt er að því að skrá skuldabréfin í Kauphöllina á Írlandi þann 13. febrúar.
Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla.
Umsjónaraðili útboðsins var Pareto Securities AB í Stokkhólmi.