Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki hf. gefur út skuldabréf í evrum

Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð 100 milljón evrur (14,7 milljarðar króna) til þriggja ára sem ber 2,875% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld til fjárfesta í Skandinavíu og á meginlandi Evrópu og sá Deutsche Bank um sölu bréfanna.


Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð 100 milljón evrur (14,7 milljarðar króna) til þriggja ára sem ber 2,875% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld til fjárfesta í Skandinavíu og á meginlandi Evrópu og sá Deutsche Bank um sölu bréfanna.

Samhliða skuldabréfaútgáfunni nú hefur Íslandsbanki keypt til baka EUR 47,7 milljónir af skuldabréfaútgáfu frá árinu 2014. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllinni á Írlandi þann 27. júlí 2015.

Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla

Nánari upplýsingar veita: