Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. : Aðalfundur Íslandsbanka

Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag, miðvikudaginn 25. mars. Friðrik Sophusson, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og Birna Einarsdóttir, bankastjóri, fór yfir uppgjör bankans og helstu þætti í starfsemi hans á árinu 2014. Samhliða var gefin út ársskýrsla fyrir árið 2014.


Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag, miðvikudaginn 25. mars. Friðrik Sophusson, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og Birna Einarsdóttir, bankastjóri, fór yfir uppgjör bankans og helstu þætti í starfsemi hans á árinu 2014. Samhliða var gefin út ársskýrsla fyrir árið 2014.

Helstu niðurstöður aðalfundar

John Mack hættir í stjórn bankans og Eva Cederbalk var kjörin í hans stað. Stjórnarmenn eru nú eftirtaldir: Friðrik Sophusson, Árni Tómasson, Neil Graeme Brown, Eva Cederbalk, Helga Valfells, Þóranna Jónsdóttir og Marianne Økland.

Þá samþykkti fundurinn ársreikning bankans og að greiða 9,0 milljarða króna í arð til hluthafa bankans vegna rekstrarársins 2014. Á fundinum var einnig samþykkt að Ernst & Young ehf. verði endurskoðunarfélag bankans til næstu fimm ára. 

Hægt er að nálgast Ársskýrslu á www.islandsbanki.is/arsskyrsla

Önnur gögn frá aðalfundi má finna á vef fjárfestatengsla Íslandsbanka, www.islandsbanki.is/ir