Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag, þriðjudaginn 19. apríl.
Friðrik Sophusson, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og Birna Einarsdóttir, bankastjóri, fór yfir uppgjör bankans og helstu þætti í starfsemi hans á árinu 2015.
Helstu niðurstöður aðalfundar:
- Ný stjórn var kjörin fyrir bankann:
Anna Þórðardóttir, Auður Finnbogadóttir, Árni Stefánsson, Hallgrímur Snorrason, Heiðrún Jónsdóttir, Helga Valfells og Friðrik Sophusson, sem einnig var kjörinn formaður stjórnar. - Herdís Gunnarsdóttir og Pálmi Kristinsson voru kjörin í varastjórn bankans.
- Marianne Økland, Eva Cederbalk, Neil Graeme Brown, Gunnar Fjalar Helgason og Árni Tómasson hætta í aðalstjórn bankans og Jón Eiríksson og Margrét Kristmannsdóttir hætta í varastjórn bankans.
- Þá samþykkti fundurinn ársreikning bankans og að allt að 50% nettóhagnaðar bankans árið 2015 verði greiddur sem arður til hluthafa en að öðru leyti bætist hagnaðurinn við eigið fé bankans. Stjórn bankans var einnig fengin heimild til að kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kann að vera lögð fram.
- Þá var samþykkt starfskjarastefna fyrir bankann og ákveðin þóknun til stjórnarmanna. Jafnframt fól fundurinn stjórn bankans að setja í starfsreglur sínar ákvæði um samkeppnislegt sjálfstæði bankans gagnvart öðrum viðskiptabönkum í eigu ríkisins.
- Á fundinum var samþykkt tillaga um breytingu á samþykktum bankans á þá leið að heimilisfang bankans og varnarþing verði i Kópavogi.
- Þá var á fundinum einnig samþykkt að Ríkisendurskoðun verði endurskoðunarfélag bankans til næstu fimm ára.
Hægt er að nálgast Ársskýrslu á www.islandsbanki.is/arsskyrsla.
Önnur gögn frá aðalfundi má finna á www.islandsbanki.is/adalfundur og á vef fjárfestatengsla Íslandsbanka, www.islandsbanki.is/ir
Aðalfundargögn: