Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki hf. : Útgáfa sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á tveimur flokkum verðtryggðra sértryggðra skuldabréfa.


Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á tveimur flokkum verðtryggðra sértryggðra skuldabréfa. Flokkurinn ISLA CBI 20 var stækkaður um 380 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,25%. Nýr ellefu ára flokkur, ISLA CBI 26, var boðinn út og seldust þar 2.360 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,40%.

Heildarstærð ISLA CBI 20 útgáfunnar er orðin 3,20 ma. kr. Alls hefur Íslandsbanki gefið út átta flokka sértryggðra skuldabréfa samtals að upphæð 36,55 ma. kr. frá fyrstu útgáfu bankans á slíkum bréfum í desember 2011.

Heildareftirspurnin í útboðinu var 4,32 ma. kr., en 63% tilboða var tekið. Stefnt er á töku bréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 7. maí næstkomandi. Viðskiptavakt fyrir alla flokka sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka er á vegum MP banka.