Íslandsbanki hf. verður með víxlaútboð fimmtudaginn 12. janúar 2017. Boðnir verða út 6 mánaða flokkurinn ISLA 17 0718 og 12 mánaða flokkurinn ISLA 18 0116. Stefnt er að skráningu í Kauphöll þann 19. janúar nk.
Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar í síma 440 4490 eða með tölvupósti á vbm@isb.is.