Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki hf. óskar tilboða í endurskoðun

Íslandsbanki hf. hefur ákveðið að bjóða út endurskoðunarþjónustu fjárhagsársins 2024 fyrir Íslandsbanka og dótturfélög.


Ráðgert er að tillaga til aðalfundar í mars nk. um val á endurskoðendum byggi á niðurstöðum útboðs- og valferlisins. Um er að ræða opið útboð og áskilur Íslandsbanki sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Fyrir nánari upplýsingar og útboðsgögn skal senda fyrirspurn á netfangið agust.hrafnkelsson@islandsbanki.is, en væntanlegir tilboðsgjafar eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta þátttöku sína í tilboðsferlinu fyrir dagslok þann 19. janúar 2024, með skilaboðum þess efnis á sama netfang.

Nánari upplýsingar um Íslandsbanka hf. má nálgast hér