Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki hf.: Niðurstaða víxlaútboðs

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á víxlum til sex og tólf mánaða. Í heild bárust tilboð upp á 1.120 m.kr.


Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á víxlum til sex og tólf mánaða. Í heild bárust tilboð upp á 1.120 m.kr. og voru öll tilboð afþökkuð að þessu sinni.

Í 6 mánaða víxilinn bárust tilboð að nafnverði 820 m.kr. á bilinu 4,55%-4,70%. Öll tilboð voru afþökkuð.

Í 12 mánaða víxilinn bárust tilboð að nafnverði 300 m.kr. á bilinu 4,70%-4,90%. Öll tilboð voru afþökkuð.