Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum.
Heildareftirspurn í útboðinu var 1.920 m.kr.
Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISLA CBI 24 voru samtals 1.220 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,64%. Heildartilboð voru 1.320 m.kr. á bilinu 2,63% - 2,66%. Heildarstærð flokksins verður 15.220 m.kr. eftir útgáfuna.
Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISLA CBI 30 voru samtals 420 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,59%. Heildartilboð voru 600 m.kr. á bilinu 2,59% - 2,60%. Heildarstærð flokksins verður 9.660 m.kr. eftir útgáfuna.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 29. ágúst næstkomandi.
Það sem af er ári 2017 hefur Íslandsbanki gefið út sértryggð skuldabréf fyrir 32.480 m.kr. Heildarfjárhæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka að afloknu útboði verður að nafnverði 97.180 m.kr.