Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. : Íslandsbanki lýkur útboði á sértryggðum skuldabréfum

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á tveimur flokkum sértryggðra skuldabréfa.


Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á tveimur flokkum sértryggðra skuldabréfa.

  • Óverðtryggði flokkurinn ISLA CB 19 var stækkaður um 760 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 5,60%.
  • Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var stækkaður um 520 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,12%.
  • Heildareftirspurn í útboðinu var 1.380 m.kr.

Stefnt er að töku til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 22. september næstkomandi.

Það sem af er ári 2016 hefur Íslandsbanki gefið út sértryggð skuldabréf fyrir 12.240 m.kr. Heildarfjárhæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka verður að nafnverði 63.760 m.kr.