Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. : Flokkar sértryggðra skuldabréfa stækkaðir

Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á einum óverðtryggðum og tveimur verðtryggðum flokkum sértryggðra skuldabréfa. Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 20 var stækkaður um 920 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,35% og verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var stækkaður um 1.880 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,43%.


Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á einum óverðtryggðum og tveimur verðtryggðum flokkum sértryggðra skuldabréfa. Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 20 var stækkaður um 920 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,35% og verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var stækkaður um 1.880 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,43%.

Heildarstærð ISLA CBI 20 varð við þessa útgáfu 4,12 ma. kr. en heildarstærð ISLA CBI 26 er nú orðin 4.24 ma. kr. Var þetta síðasta útboðið á ISLA CBI 20 þar sem líftími hans fer undir 5 ár síðar í þessum mánuði. Alls hefur Íslandsbanki gefið út átta flokka sértryggðra skuldabréfa samtals að upphæð 39,35 ma. kr. frá fyrstu útgáfu bankans á slíkum bréfum í desember 2011.

Heildareftirspurnin í útboðinu var 2,88 ma. kr., en 97% tilboða var tekið. Stefnt er á töku bréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 19. júní næstkomandi. Viðskiptavakt fyrir alla flokka sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka er á vegum MP banka.