Framangreint dómsmál fjallaði um skilmála um breytingar á vöxtum óverðtryggðs láns en nú bíða mál málflutnings í Hæstarétti sem snúa að öðrum viðskiptabönkum og varða meðal annars skilmála um breytingar á vöxtum verðtryggðra lána. Þar til niðurstaða liggur fyrir í þeim málum ríkir því óvissa um skilmála um vaxtabreytingar á verðtryggðum lánum.
Í ljósi þeirrar lagalegu óvissu gerir Íslandsbanki hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga.
Hafðu samband við okkur í gegnum síma 440 4000, í gegnum netspjall eða með því að panta tíma hjá ráðgjafa til að fá upplýsingar um þá kosti sem í boði eru.