Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki gefur út víkjandi skuldabréf í krónum

Íslandsbanki hefur í dag lokið sölu á tveimur flokkum víkjandi skuldabréfa, sem telja til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2), fyrir samtals 10.520 m.kr.


Íslandsbanki hefur í dag lokið sölu á tveimur flokkum víkjandi skuldabréfa, sem telja til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2), fyrir samtals 10.520 m.kr.

Seldir voru 9.020 m.kr. á kröfunni 4,95% í flokknum ISB T2i 33 0417 sem er verðtryggt vaxtagreiðslubréf með ársfjórðungslegum vaxtagreiðslum. Lokagjalddagi er 7. apríl 2033 og innköllunarheimild á pari af hálfu útgefanda 17. apríl 2028 og á öllum vaxtagjalddögum þar á eftir.

Seldir voru 1.500 m.kr. á kröfunni 8,90% í flokknum ISB T2 33 0417 sem er óverðtryggt vaxtagreiðslubréf með ársfjórðungslegum vaxtagreiðslum. Lokagjalddagi er 17. apríl 2033 og innköllunarheimild á pari af hálfu útgefanda 17. apríl 2028 og á öllum vaxtagjalddögum þar á eftir.

Útgáfan verður gefin út undir 2,5 milljarða dollara Euro Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu EMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla: https://www.islandsbanki.is/is/flokkur/bankinn/fjarfestatengsl

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 17. október 2022.

Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.