Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki gefur út almennt skuldabréf í íslenskum krónum

Íslandsbanki hefur í dag gefið út almennt skuldabréf að fjárhæð 3,6 milljarða króna til 5 ára á fljótandi vöxtum. Skuldabréfið er með jöfnum afborgunum og ber 1 mánaða REIBOR að viðbættu 90 punkta álagi.


Íslandsbanki hefur í dag gefið út almennt skuldabréf að fjárhæð 3,6 milljarða króna til 5 ára á fljótandi vöxtum. Skuldabréfið er með jöfnum afborgunum og ber 1 mánaða REIBOR að viðbættu 90 punkta álagi.

 

Útgefandi: Íslandsbanki hf.

Útgefið fjárhæð: ISK 3,600,000,000

Lokagjalddagi: 25. nóvember 2024

Skráning: Nasdaq Iceland

Umsjónaraðili: Verðbréfamiðlun Íslandsbanka

Um er að ræða fyrstu útgáfu bankans á óveðtryggðum almennum skuldabréfum á innlendum markaði og er það jákvætt skref í þróun og uppbyggingu íslensks fjármálamarkaðar. Bréfin voru seld í lokuðu útboði til breiðs hóps innlendra fjárfesta.

 

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland 25. nóvember 2019. Skuldabréfin verða gefin út undir skuldabréfaramma Íslandsbanka í íslenskum krónum.

Nánari upplýsingar veita:


Fjárfestatengsl


Senda póst