Jafnframt fjármagnaði Íslandsbanki framkvæmdir við stækkun á laugum Skógarbaðanna sem áætlað er að opni í haust.
Rekstur Skógarbaðanna hefur gengið vel frá opnun og er tilkoma þeirra mikið framfaraskref fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Margt heimafólk hefur keypt vetrarkort í böðin og hefur aðsókn heimafólks verið ein helsta forsenda velgengni baðanna. Nú er í fyrsta skiptið boðið upp á árskort í böðin en talsvert hefur verið óskað eftir slíku af heimafólki. Allir hluthafar koma frá svæðinu hér á Akureyri og hafa sterka tengingu við það og vilja stuðla að frekari uppbyggingu þess. Ekki er áætlað að greiða út arð úr rekstri Skógarbaða næstu árin heldur á arðsemi rekstursins að renna inn í nýtt hótelverkefni.