Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki breytir vöxtum

Vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands heldur áfram og voru stýrivextir lækkaðir um 0,25 prósentustig 19. mars. Vextir Íslandsbanka taka eftirfarandi breytingum frá og með 26. mars næstkomandi.


Útlán  

  • Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig og verða 9,5%  
  • Vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0,25 prósentustig 
  • Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,25  prósentustig og verða 10,65% 
  • Óverðtryggðir kjörvextir Ergo, vextir bílalána og bílasamninga lækka um 0,25 prósentustig  
  • Vextir á greiðslukortum lækka um 0,25 prósentustig 

Innlán 

  • Vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum lækka um 0,25 prósentustig 
  • Vextir á veltureikningum lækka um 0,25 prósentustig  

Breytingarnar sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Það sama gildir um breytingar á vöxtum innlána sem falla undir lög um greiðsluþjónustu.