Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki breytir vöxtum 

Það voru ánægjuleg tíðindi þegar Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hélt áfram því stýrivaxtalækkunarferli sem hófst í lok síðasta árs með því að lækka stýrivexti um 0,50 prósentustig í morgun, 5. febrúar. Íslandsbanki breytir vöxtum inn- og útlána þann 12. febrúar næstkomandi. Breytingarnar taka mið af áðurnefndri lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Vextir hjá Ergo munu breytast 16. febrúar næstkomandi. 


Útlán  

  • Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,50 prósentustig 
  • Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,50 prósentustig 
  • Vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0,50 prósentustig  
  • Óverðtryggðir kjörvextir Ergo, vextir bílalána og bílasamninga lækka um 0,50 prósentustig  

Innlán 

  • Vextir á óverðtryggðum innlánum lækka um 0,50 prósentustig 

Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.