Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki breytir vöxtum

Íslandsbanki mun þann 4. september næstkomandi breyta vöxtum í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 23. ágúst síðastliðinn þar sem stýrivextir voru hækkaðir um 0,50 prósentustig. Vextir hjá Ergo munu breytast 8. september næstkomandi.


Íslandsbanki mun þann 4. september næstkomandi breyta vöxtum í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 23. ágúst síðastliðinn þar sem stýrivextir voru hækkaðir um 0,50 prósentustig. Vextir hjá Ergo munu breytast 8. september næstkomandi.

Vaxtabreytingarnar eru eftirfarandi:

 • Vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum hækka um 0,50 prósentustig.
 • Vextir á verðtryggðum innlánsreikningum einstaklinga og fyrirtækja hækka um allt að 0,50 prósentustig.
 • Vextir á almennum veltureikningum hækka um 0,35 prósentustig.

 • Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,50 prósentustig.
 • Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka um 0,40 prósentustig.
 • Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,50 prósentustig.
 • Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána til 5 ára hækka um 0,50 prósentustig.

 • Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,50 prósentustig.
 • Breytilegir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,30 prósentustig.
 • Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,50 prósentustig.
 • Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,50 prósentustig.

Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.