Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki átti mestu viðskiptin í Kauphöllinni árið 2019

Af heildarviðskiptum þvert á eignarflokka var Íslandsbanki með um 18,3% hlutdeild.


Íslandsbanki átti mestu viðskiptin árið 2019 með skráð verðbréf í kauphöll Nasdaq Iceland eða fyrir um 738,8 milljarða króna í kaupum og sölum samanlagt.

Viðskipti bankans með skráð hlutabréf á aðallista námu um 241 ma.kr. samanlagt sem jafngildir 20% hlutdeild í Kauphöll.  Viðskipti bankans með skráð skuldabréf námu um 496 ma.kr. eða 17,7% hlutdeild á markaðinum.

Af heildarviðskiptum þvert á eignarflokka var Íslandsbanki með um 18,3% hlutdeild í kauphöll. Velta í Kauphöllinni jókst um tæplega 29% á milli ára eða nánar tiltekið um 21% í hlutabréfum og um 32% í skuldabréfum, en vaxtalækkun Seðlabankans setti mark sitt á árið sem leið.

Næst mest viðskipti á árinu voru hjá Kviku, 707,8 ma.kr. í kaupum og sölum og þriðju mest hjá Arion banka þar sem viðskiptin numu 703,5 ma.kr.

Velta var næst mest hjá Íslandsbanka ef litið er eingöngu til hlutabréfa, en mest hjá Arion banka. Skuldabréfaviðskipti voru einnig næst mest hjá Íslandsbanka, en mest hjá Kviku. Á heildina litið var Íslandsbanki hins vegar með mestu veltuna í verðbréfaviðskiptum á Íslandi árið 2019 að því er fram kemur í gögnum frá Nasdaq Iceland.