Í dag var gefin út Ársskýrsla Íslandsbanka og Áhættuskýrsla fyrir árið 2015, en þar má finna ítarlega umfjöllun um stefnu og starfsemi bankans.
Í ársskýrslunni er sérstaklega fjallað um um stefnuáherslur bankans og hvernig þær styðja við framtíðarsýn um að vera #1 í þjónustu og viðskiptamódel bankans. Með margföldun er lögð áhersla á að efla viðskiptatengsl við núverandi viðskiptavini og auka verðmætasköpun, með einföldun er lögð áhersla á skilvirkni og hagkvæmni og með heildun leggur bankinn áherslu á að vera fyrirmynd í umhverfinu með stefnu sinni í samfélagslegri ábyrgð.
Yfirlitssíða fyrir Ársskýrsluna.
Áhættuskýrslan veitir markaðsaðilum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu bankans og eiginfjárstöðu hans.
Hægt er að nálgast bæði Ársskýrslu og Áhættuskýrslu sem viðhengi, en einnig má finna allar fjárhagsupplýsingar á vef fjárfestatengsla Íslandsbanka, www.islandsbanki.is/ir.