Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki afhendir 30,5 milljónir króna í frumkvöðlastyrki

Fjölbreytt og spennandi frumkvöðlaverkefni endurspegla mikla grósku í nýsköpun á Íslandi


Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Alls voru veittar 30,5 milljónir króna til fjórtán verkefna. Alls bárust sjóðnum 124 umsóknir um styrki.

Alls hafa verið veittar um 90 milljónir króna á rúmu ári í ýmsa styrki til frumkvöðla. Frumkvöðlasjóðurinn er mikilvægur þáttur í samfélagsstefnu Íslandsbanka en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar. Við úthlutun styrkja er horft til frumkvöðlaverkefna sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur ákveðið að starfa eftir. Þau eru Menntun fyrir alla, Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging og Aðgerðir í loftslagsmálum.

Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu um þessar mundir var tilkynnt um styrkina í ár í gegnum fjarfundabúnað.

Stjórn Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka var skipuð Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík, Hrund Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Festu og Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka hefur á liðnum árum móttekið nokkuð hundruð umsóknir og úthlutað rúmlega 90 milljónum á rúmu ári til mismunandi verkefna sem öll miða að því að stuðla að aukinni framþróun og bættu samfélagi með einum eða öðrum hætti. Við sem samfélag erum að upplifa mjög óvenjulegt ár og líklega hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægara að huga að nýsköpun og fjárfesta í framtíðinni en núna. Þau verkefni sem nú hljóta styrki eiga það sameiginlegt að ýta undir þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur ákveðið að starfa eftir. Þau fela í sér aðgerðir gegn matarsóun, lausnum við plastnotkun, stuðla að betri leiðum til menntunar, samfélagslega virkni, listsköpun og þannig mætti áfram telja. Allt ber þetta þess merki hversu öflugt nýsköpunarstarf getur átt sér stað á Íslandi og það er því mikilvægt að styðja vel við þá þróun.

Una Steinsdóttir
Framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka

Eftirfarandi verkefni hljóta styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka í ár eru: