IS Haf fjárfestingar hefur komist að samkomulagi um kaup á meirihluta í sænska félaginu NP Innovation AB. Félagið sem er stofnað árið 2011 af Nils-Åke Persson er með höfuðstöðvar og nýsköpunarsetur í Malmö, Svíþjóð. Jafnframt er það með sölu- og þjónustu skrifstofur í Noregi og á Íslandi. Félagið gegnir lykilhlutverki í ört vaxandi hluta laxeldisiðnaðar, þ.m.t. uppbyggingu landeldis og stórseiðaframleiðslu. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins á Íslandi.
NP Innovation framleiðir búnað sem nýtast við vatnshreinsun og vatnsmeðhöndlun í landeldi og eru helstu framleiðsluvörur félagins eru CO₂ afloftarar, diskasíur og tromlusíur. Helstu viðskiptavinir eru seiðaeldi, stórseiðaeldi og áframeldi en NP selur einnig vatnshreinsilausnir til brunnbátaþjónustu, sveitarfélaga og annars iðnaðar.
NP, sem er fjórða fjárfesting IS Haf, hefur náð miklum vexti undanfarin misseri og telur fjárfestingateymi sjóðsins félagið geta náð leiðandi stöðu á heimsvísu í vatnsgæðalausnum fyrir fiskeldi. Fjárfestingin er liður í frekari innri og ytri vaxtaráformum félagsins. Vöxtur tekna félagsins hefur verið um 30% að meðaltali á ári (CAGR) síðustu fjögur árin og námu heildartekjur þess um 2,3 milljörðum króna árið 2024.
Stærsti seljandinn í viðskiptunum er Broodstock Captial, sem er norskt fjárfestingafélag með sérhæfingu í sjávarútvegi og fiskeldi. Broodstock fjárfesti í NP árið 2018 og hefur leitt vöxt félagsins í samvinnu við Nils-Åke Persson, stofnanda þess. Munu þeir, ásamt stofnanda félagsins og lykilstarfsfólki endurfjárfesta í félaginu.