"Við erum komin með hagkerfið á góðan skrið eftir kórónukreppuna og sem betur fer yfir þróunin verið miklu hagfelldari en við óttuðumst" sagði Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka í þættinum Saga og samfélag á Hringbraut, þar sem hann ræddi efnahagsmál við Björn Jón Bragason.
í þættinum var farið yfir helstu niðurstöður nýrrar þjóðhagsspár bankans, þar sem litið er á stöðu efnahagsmála hér á landi og spáð fyrir um þróunina út árið 2024.