Hluthafafundur Íslandsbanka

Stjórn Íslandsbanka hyggst boða til hluthafafundar þar sem stjórn og stjórnendur munu fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins.


Stjórn Íslandsbanka hyggst boða til hluthafafundar þar sem stjórn og stjórnendur munu fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór hinn 22. mars 2022. Er ákvörðunin tekin í kjölfar tilkynningar Bankasýslu ríkisins í dag þar sem óskað er eftir slíkum fundi.

Bankinn og stjórnendur harma mjög þau brot sem fram koma í sáttinni. Á hluthafafundinum verður farið ítarlega yfir málsatvik og þær úrbætur og breytingar sem þegar hafa verið gerðar eða eru í vinnslu.

Boðað verður til fundarins á næstu dögum .