Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Hlutafjárútboð á nýjum hlutum í Reitum fasteignafélagi hf.

Útboðið mun standa yfir frá kl. 10:00, þriðjudaginn 20. október 2020, til kl. 16:00 miðvikudaginn 21. október 2020


Opinn kynningarfundur

Skráning á opinn rafrænan kynningarfund um útboðið þann 16. október 2020 kl. 16:00

Áskriftarvefur

Áskriftarvefur opnar þriðjudaginn 20. október, klukkan 10:00.

Um útboðið

Hlutafjárhækkunin mun fara fram á grundvelli almenns hlutafjárútboðs til að safna áskriftum að hinum nýju hlutum þar sem hluthafar Reita njóta forgangs að hinum nýju hlutum, en að forgangsrétti frágengnum verða hinir nýju hlutir boðnir almennum fjárfestum í almennu útboði sem fram fer samhliða forgangsréttarútboðinu.

  • Áskriftir skulu skráðar rafrænt á sérstöku formi á áskriftavef útboðs.
  • Boðnir verða til sölu kr. 120.000.000 hlutir að nafnverði.
  • Útboðsgengi hinna nýju hluta er 43 kr. á hlut.
  • Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttarútboðinu.
  • Hver áskrift í almenna útboðinu skal vera að lágmarki 100.000 kr.
  • Forgangsréttarhafar að hinum nýju hlutum Reita eru þeir aðilar sem skráðir eru hluthafar Reita í hlutaskrá félagsins í lok dags 19. október 2020 og þeir aðilar sem fengið hafa forgangsrétt framseldan til sín samkvæmt reglum útboðsins.
  • Tekið verður við áskriftum frá kl. 10:00 (GMT), þann 20. október 2020 til kl 16:00 (GMT) þann 21. október 2020.
  • Fjárfestar þurfa að eiga eða stofna vörslureikning. Hægt er að stofna vörslureikning hjá Íslandsbanka með því að smella hér.
  • Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar 21. október 2020.
  • Áætlaður eindagi kaupverðs í útboðinu er 28. október 2020.
  • Stefnt er að afhendingu og töku nýrra hluta til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq eins fljótt og auðið er eftir útgáfu hlutabréfa hjá Fyrirtækjaskrá og er áætluð dagsetning afhendingar 16. nóvember 2020.

Nánari upplýsingar:

Arctica Finance er umsjónaraðili útboðsins. Nánari upplýsingar í síma 513-3300 og á tölvupóstfanginu reitir@arctica.is.