Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Hlutabréf Íslandsbanka tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland


Til að fá aðgang að gögnum þarftu að velja land og samþykkja skilmála

Veldu land

Hlutabréf Íslandsbanka tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland


Reykjavík, 22. júní 2021.
Hlutabréf Íslandsbanka („bankinn“) voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í dag, þriðjudaginn 22. júní 2021 kl. 9.30.

Skráning hlutabréfanna kemur í kjölfar vel heppnaðs hlutafjárútboðs bankans. Heildarsöluandvirði útboðsins nam allt að 55,3 milljörðum króna eða 457 milljónum bandaríkjadala. Um er að ræða stærsta frumútboð hlutabréfa sem fram hefur farið á Íslandi sem og stærsta frumútboð á evrópskum banka frá árinu 2018.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn viðskiptin við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum Íslandsbanka að viðstöddum fjölmörgum starfsmönnum bankans. Við það tilefni sagði Birna;

 Skráningin markar upphaf á nýjum veruleika fyrir bankann sem nú er að snúa aftur í einkaeigu að hluta til. Á liðnum árum höfum við lagt áherslu á að byggja upp vel fjármagnaða, arðsama og stafræna bankastarfsemi. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna, jafnt íslenska sem erlenda, og hlökkum til að halda áfram góðu samstarfi við aðila á fjármálamarkaði. Við höfum trú á framtíðinni og íslensku hagkerfi og Íslandsbanki mun áfram leggja sitt af mörkum til að styðja við hagkerfið til hagsbóta fyrir alla hagsmunaaðila.

Birna Einarsdóttir,
bankastjóri Íslandsbanka

Tengiliðir


Jóhann Ottó Wathne

Fjárfestatengsl


Hafa samband
844 4607

Björn Berg Gunnarsson

Samskiptasvið


Hafa samband
844 4869