Hennar rödd: sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Í tilefni af baráttudegi kvenna er Íslandsbanki stoltur af því að styðja við jafnrétti í sinni fjölbreyttustu mynd. Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka veitti verkefninu Hennar rödd styrk, og bókin kemur út í dag, 8.mars. Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi er tímamótaverk sem heiðrar framlag kvenna af erlendum uppruna til íslensks samfélags.


Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi er tímamótaverk sem heiðrar framlag kvenna af erlendum uppruna til íslensks samfélags. Bókin inniheldur sögur 33 kvenna sem hafa auðgað íslenskt samfélag á einn eða annan hátt, og endurspegla fjölbreytileika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sögurnar fjalla um áskoranirnar sem þær hafa mætt vegna skorts á inngildingu* í íslensku samfélagi, jafnt og frásagnir um fallegar lífsreynslur við að flytja til nýs lands, læra nýtt tungumál og jafnvel ala upp fjölskyldur á Íslandi.

Ritstjórar bókarinnar eru Elinóra Guðmundsdóttir, Chanel Björk Sturludóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir. Vinna við gerð bókarinnar hefur staðið yfir frá því um sumar 2020 og var gefin út þann 15. febrúar 2025.

Við upphaf verkefnisins var leitað til almennings um tilnefningar á konum sem hafa auðgað samfélagið með einhverjum hætti og fóru viðbrögðin fram úr björtustu vonum. Bókin er því fjölradda frásögn, og eiga viðmælendur rætur sínar að rekja til ótalmargra landa, þar á meðal Afganistan, Filippseyja, Íran, Ghana, Póllands, Bosníu, Taívan, Jamaíku, Suður Afríku, Sýrlands, og Kólumbíu. Viðmælendur eru jafnframt búsettir víðsvegar um Ísland, þar sem upplifun aðfluttra Íslendinga litast mikið af búsetusvæði. Bókin er tvítyngt verk, bæði á íslensku og ensku, og er því aðgengileg fyrir bæði íslenskumælandi og enskumælandi lesendur.

Konur af erlendum uppruna er sívaxandi hópur á Íslandi. Þær skipa stóran sess í íslensku samfélagi og því er mikilvægt að leita leiða til þess að raddir þeirra heyrist. Bókaútgáfan styður við aukin sýnileika þessa hóps og valdeflingu kvenna af erlendum uppruna með því að skapa vettvang þar sem röddum þeirra er gefin verðskulduð athygli.

Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi er fyrsta bókin sem Vía útgáfa gefur út, og margt hæfileikaríkt fólk lagt hönd sína á gerð bókarinnar. Meðal annars Kaja Sigvalda, ljósmyndari, Kolbeinn Jara Hamíðsson og Þorgeiri Blöndal, hönnuðir, og Ásdís Sól Ágústsdóttir, þýðandi. Einnig hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir lagt verkefninu lið líkt og Íslandsbanki, Teninn ehf, W.O.M.E.N og Reykjavíkurborg.

Vía útgáfa, í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd, gefur út bók með sögum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Fáanleg í öllum helstu bókabúðum og á Uppskeru Listamarkaði.