Góð ráð fyrir sumarfríið

Sól, grill, útilega og frí eiga hug flestra þessa dagana. Mestu máli skiptir þó að njóta sín vel í sumarfríinu og því viljum við minna á nokkur atriði til að hafa í huga svo fríið gangi vandræðalaust fyrir sig.


  1. Ef kortið glatast þá er einfalt að frysta kortið í appinu – já og ef þú manst skyndilega í hvaða tösku kortið er þá er líka einfalt að affrysta kortið aftur.
  2. Svik eru sífellt að verða algengari og raunverulegri – þegar mikið er um að vera í sumarfríinu viljum við ekki að neinar innskráningar eða samþykktir séu gerðar með rafrænum skilríkjum eða í Auðkennisappinu nema við þekkjum þær.
  3. Ef vandamál koma upp með kort eða svikamál þá eru ráðgjafar neyðarþjónustunnar við símann allan sólarhringinn og aðstoða þig í síma 440-4000.
  4. Farðu vel yfir hvaða fríðindi og tryggingar fylgja kortinu þínu áður en þú pantar næstu ferð. Með flestum kortum fylgja forfallatryggingar sem gott er að hafa ef eitthvað kemur upp á. Upplýsingar um tryggingar korta má finna hér.
  5. Ef útgjöldin hækka í sumarfríinu þá er einfalt að dreifa kreditkortareikningnum eða sækja um yfirdrátt í appinu. Ekki fylla sumarfríið af áhyggjum.
  6. Það er hagkvæmast bæði innanlands og erlendis að taka pening út af debetkortum í hraðbönkum í stað kreditkorta. Gætið þess þó að taka ekki of háar fjárhæðir út í einu eða ferðast með mikið af seðlum.
  7. Þegar greitt er erlendis er oft val á milli þess að greiða færsluna í íslenskum gjaldmiðli eða gjaldmiðil viðkomandi lands. Yfirleitt er dýrara fyrir korthafa að velja íslensku upphæðina þó það geti verið þægilegra en mikilvægast er þó að skoða upphæðina vel áður en færslan er greidd.
  8. Fríða fer líka í fríið – Fríða, fríðindakerfi Íslandsbanka, veitir fjölbreytt tilboð af allskonar afþreyingu, vörum og þjónustu. Hvort sem það er bíóferð á helmingsverði á rigningarlegum mánudegi, siglingar og sýningar í nær öllum landshornum eða ódýrari ís í sólríkri Köben, ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Kynntu þér Fríðu í appi Íslandsbanka og fáðu sjálfkrafa endurgreiðslu inn á kortið þitt.