Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Forgangsréttarútboð á nýjum hlutum í Reginn

Útboðið hófst kl 9:00 föstudaginn 25. september 2020 og því lauk kl 17:00 mánudaginn 28. september 2020


Áskriftavefur

Upplýsingar um úthlutun

Um útboðið

  • Boðnir voru til sölu allt að kr. 40.000.000 hlutir að nafnverði og nutu hluthafar forgangsréttar um hina nýju hluti miðað við hlutafjáreign sína
  • Áskriftir voru skráðar rafrænt á sérstöku formi á áskriftavef útboðsins
  • Útboðsgengi hinna nýju hluta er 15,0 kr. á hlut
  • Engin lágmarksfjárhæð var á áskriftum í forgangsréttarútboðinu
  • Viðmiðunardagur forgangsréttar var 24. september 2020 og áttu hluthafar skráðir í hlutaskrá Regins hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð í lok dags forgangsrétt á hinum nýju hlutum
  • Tekið var við áskriftum frá kl. 9:00 (GMT) þann 25. september 2020 til kl 17:00 (GMT) þann 28. september 2020
  • Hluthöfum var heimilt að framselja forgangsrétt sinn að hluta eða í heild, hvort heldur til annars forgangsréttarhafa eða til annarra og fór framsal fram á áskriftarvef útboðsins á meðan á útboðinu stóð
  • Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar 29. september 2020
  • Áætlaður gjalddagi og eindagi er 1. október 2020
  • Stefnt er að afhendingu og töku nýrra hluta til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq eins fljótt og auðið er eftir útgáfu hlutabréfa hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og er áætluð dagsetning 2. október
  • Íslandsbanki er umsjónaraðili útboðsins

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar má finna í skilmálum útboðsins.

Upplýsingar og tæknilega aðstoð má nálgast hjá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. í síma 440-4000 milli kl. 09:00 og 16:00 dagana 25. september til 28. september 2020 og tölvupóstfanginu reginn-utbod@islandsbanki.is.